Að taka upp nýja venju

(Að láta áramótaheitin endast)

Markmið:

Við vitum öll ótal margt um rétt og rangt mataræði og um mikilvægi hreyfingar. Ástæður þess að okkur gengur svo erfiðlega að framkvæma samkvæmt bestu vitund liggja víða. Á þessu námskeiði verður farið yfir helstu ástæðurnar og hvernig við förum að því að láta áramótaheitin endast. Á námskeiðinu eru kynntar leiðir og verkfæri sem gera þátttakendum kleift að taka upp og viðhalda nýjum og betri venjum.

Meðal þess sem farið verður yfir:

  • Hvernig geta „öpp“ og smátæki hjálpað okkur að taka upp nýjar venjur?
  • Hvernig getur tæknin sem er kölluð „ekki brjóta hlekkinn“ nýst okkur við að taka upp nýjar venjur?
  • Hvaða matarvenjur henta þér og hvernig breytir þú þínum skref fyrir skref og „bita fyrir bita“?
  • Hvað er það í undirmeðvitund og eðli mannsins sem dregur okkur svona mikið að sætindum?
  • Hvers vegna förum við ekki eftir því sem við vitum? Hvers vegna erum við svona vanaföst?
  • Hversu miklu máli skiptir félagslegi þátturinn þegar kemur að því að breyta matarvenjum?

Helsti ávinningur af námskeiðinu:

Þátttakendur eru upplýstir um ýmsar ástæður vanafestunnar og hvaða leiðir og verkfæri gera þeim kleift að taka upp og viðhalda nýjum og betri venjum.

Lengd:

Lengd fyrirlestrar er 45 til 50 mínútur.

Fyrir hverja:

Fyrir alla þá sem hafa áhuga á að breyta venjum sínum