Auðmýkt gagnvart þekkingu

Markmið:

Að vekja okkur til umhugsunar um hvað þekking er vandmeðfarin og hversu auðvelt er að laga hana að eigin skoðunum og stefnu. Hversu oft höfum við haldið að hinum endanlega þekkingarpunkti hafi verið náð? Tökum dæmi um það og veltum fyrir okkur hvað við getum lært af sögunni.

Meðal þess sem farið verður yfir:

 • Það virðist vera okkur frekar eðlislægt að fara í vörn þegar við heyrum hluti sem ganga þvert á okkar þekkingu. Hvaða þýðingu hefur það fyrir framþróun þekkingar?
 • Er mikilvægt að hafa opinn huga? Hvað þýðir að vera með opinn huga? Þýðir það að við eigum að trúa öllu sem við heyrum eða eigum við að vera opin fyrir hugmyndum sem ganga þvert á þekkingu okkar og skoðun?
 • Flestir eru á því að það sé mikilvægt að vera með opinn huga. Flestir segjast vera opnir fyrir breytingum og að þeir séu tilbúnir að skipta um skoðun ef ný gögn koma fram sem afsanna þeirra skoðun. Er það rétt?
 • Oft hafa einstaklingar gert uppgötvanir eða komið fram með nýjar hugmyndir sem hafa verið þvert á þær kenningar sem fyrir hafa verið og þeir í kjölfarið hafðir að háði og spotti. Síðar hefur svo komið í ljós að þeir höfðu rétt fyrir sér en voru bara á undan sinni samtíð. Getum við lært eitthvað af þessum dæmum?
 • „Fyrst hunsa þeir þig, svo hlægja þeir að þér, síðan berjast þeir á móti þér, að endingu vinnur þú“ Gandhi
 • Hversu oft höfum við talið að við höfum fundið ákveðinn sannleika en svo kemur síðar í ljós að hlutirnir eru flóknari en þeir líta út fyrir að vera? Skoðum nokkur dæmi um "sanna" þekkingu sem síðan reyndist röng
 • Erum við með rökhugsun? Við teljum svo vera, en erum við það í raun?
 • Eigum við bara að gera „eins og við gerðum seinast“ eða eigum við að skoða aðra möguleika? Ef það hefur virkað er þá nokkur þörf að finna aðra lausn sem virkar kannski betur?
 • Aðferðir sem notaðar voru við að auglýsa tóbak um miðja síðustu öld þættu líkast til ósmekklegar nú til dags. Þá vissum við ekki hvað tóbak er skaðlegt! Er þá ekki rökrétt að spyrja sig: Hvað mun fólki, 100 árum héðan í frá, finnast athyglisvert við okkar tíma? Hvað af því sem okkur þykir núna eðlilegt gæti jafnvel þótt ámælisvert eftir 100 ár?

Helsti ávinningur af námskeiðinu:

 • Aukin trú á veröldina og þjóðfélagið sem við búum í
 • Betri innsýn í það hvert veröldin okkar er raunvörulega að þróast þegar þekking er annars vegar
 • Betri innsýn í eigin hugsanir og langanir
 • Að þátttakendur líti framtíðina björtum augum

Lengd:

Lengd fyrirlestrar er ein klukkustund með umræðum í lokin.

Fyrir hverja:

Ef þið viljið bjóða upp á einhvern allt öðruvísi fyrirlestur fyrir starfsfólk ykkar þá er þetta fyrirlestur sem kemur skemmtilega á óvart og gerir fólk jafnvel orðlaust.