MENNTUN OG VIÐHORF

Markmið:

Að þátttakendur geri sér grein fyrir því hversu mikilvægt er að temja sér rétt viðhorf í lífinu, náminu og svo þegar út í atvinnulífið er komið.

Meðal þess sem farið verður yfir:

 • Hvað ræður úrslitum hjá nemendum sem útskrifast úr menntaskóla, fjölbrautaskóla eða háskóla þegar út í atvinnulífið er komið? Er það námsárangurinn, námsbrautin sem viðkomandi útskrifaðist af, reynslan sem hann býr yfir eða tengslanetið sem hann hefur út í atvinnulífið? Eða er það kannski eitthvað allt annað?
 • Hvað hefur áhrif á viðhorf okkar?
 • Velja aðrir viðhorfið fyrir okkur? Hverjir?
 • Getum við valið okkur viðhorf?
 • Er til eitthvað sem heitir „rétt” viðhorf?
 • Hvernig byggjum við upp jákvætt viðhorf?
 • Hvað er hægt að gera og hversu langt er hægt að ná einungis með réttu viðhorfi?

Helsti ávinningur af námskeiðinu:

 • Þátttakendur verða betur meðvitaðir um hvað viðhorf þeirra getur haft mikil áhrif á það hvernig þeim vegnar að námi loku.
 • Þátttakendur læra að vera meðvitaðir um að það viðhorf sem þeir „velja“ og tileinka sér getur ráðið úrslitum síðar meir á lífsleiðinni
 • Aukin færni þátttakenda þegar út á vinnumarkaðinn er komið

Kennsluaðferðir:

 • Fyrirlestur
 • Umræður
 • Virk þátttaka
 • Myndbönd

Lengd:

Lengd fyrirlestrar er ein klukkustund en námskeiðsins breytileg. Hafið endilega samband varðandi lengd á námskeiðinu.

Fyrir hverja:

Námskeiðið hentar sérstaklega vel fyrir nemendur í menntaskólum, fjölbrautaskólum, háskólum og öðrum menntastofnunum og ekki síst fyrir þá nýútskrifuðu.