WILD AT HEART

Markmið:

Að þátttakandur átti sig á og velti fyrir sér hversu mikið af gildum okkar og hegðun er arfleið síðustu tugþúsunda ára. Við erum í dag afrakstur tveggja milljóna ára þróunar og það hefur sitt að segja í okkar daglega lífi.

Meðal þess sem farið verður yfir:

  • Hvernig höfum við aðlagast nútímanum?
  • Hvernig hefur hlutverk okkar breyst í gegnum árþúsundin?
  • Hvernig nálgumst við hið sanna eðli okkar og viðhöldum því í nútímaþjóðfélagi?
  • Hvernig tökumst við á við nútímann og hvernig fáum við fullnægt þeim grunnþörfum okkar sem byggst hafa upp gegnum árþúsundin?
  • Erum við lifandi eða erum við einungis skuggar uppruna okkar?

Helsti ávinningur af námskeiðinu:

  • Að læra að setja okkur sjálf í fyrsta sæti og læra að beita hugarfari okkar í þann farveg að við öðlumst þá trú á okkur sem við eigum skilið.
  • Að horfa til framtíðar, skemmri sem lengri
  • Að lifa sáttari við okkur sjálf og umhverfið
  • Betri innsýn í eigin hugsanir

Lengd:

Lengd fyrirlestrar er ein klukkustund en námskeiðsins breytileg. Hafið endilega samband varðandi lengd á námskeiðinu.

Fyrir hverja:

Fyrirlesturinn er hugsaður fyrir fólk í nútímaþjóðfélagi þar sem kröfur dagsins í dag geta valdið streitu og óþarfa átökum án þess að við gerum okkur grein fyrir orsökunum. Tilvalið fyrir fyrirtæki eða deildir innan fyrirtækja þar sem álag er mikið.