JÁKVÆÐNI OG VIÐHORF

Í þessum hluta eru fyrirlestrar og námskeið sem hafa með mátt hugans að gera.

Þetta eru hvatningafyrirlestrar og eru tilvaldir til að hressa uppá starfsanda á vinnustað. Þeir vekja fólk til umhugsunar um að oft á tíðum þarf einungis litla viðhorfsbreytingu til að breyta miklu í þeirra lífi og gera vinnustaðinn enn skemmtilegri en hann nú þegar er.

Þetta eru tilvaldir fyrirlestrar þegar verið er að halda starfsdag, funda út í bæ eða annað sem er til þess fallið er að brjóta upp daginn hjá starfsfólkinu.

Efnið er einnig þess eðlis að tilvalið er að vinna þá, ásamt aukaefni, sem lengri námskeið þar sem kafað er dýpra í efnið allt eftir óskum viðskiptavinanna.