Ert þú sigurvegari í þínu lífi?

Markmið:

Fyrirlestrinum er ætlað að sýna fram á að fólk sem skarar fram úr er í grunneðli ekkert öðruvísi en við hin og munurinn liggur fyrst og fremst í viðhorfi sem við getum auðveldlega tileinkað okkur.

Meðal þess sem farið verður yfir:

 • Eru það helstu mistök okkar í lífinu að reyna ekki?
 • Hvernig getum við tekið stefnuna á hamingjusamara líf með því að líta á möguleika okkar og hætt að stjórnast af hömlunum og takmörkunum á okkar eigin getu?
 • Tökum stjórn á lífi okkar.
 • Skiptir hugarfar og jákvæðni miklu máli þegar afburðaárangur er annars vegar?
 • Mikilvægi markmiða og þess að hafa framtíðarsýn?
 • Hvað er að vera formyrkvaður?
 • Hvað er það sem kemur í veg fyrir að við lifum lífinu án takmarkana?
 • Hvað þýðir í raun að vera metnaðarfullur?
 • Hvernig á að takast á við úrtölufólkið?
 • Hvernig setningin „að vera sigurvegari í sínu lífi” á við um ALLA og er ekki bundin við íþróttamenn
 • Hafðu ekki áhyggjur af ósigri. Hafðu frekar áhyggjur af tækifærunum sem þú missir af þegar þú reynir ekki einu sinni.
 • Hvað getur þú gert ef þú trúir ekki á nein takmörk - „There are no limits!”

Helsti ávinningur af námskeiðinu:

 • Aukið sjálfstraust og meiri lífshamingja
 • Aukinn kjarkur til að takast á við lífið
 • Aukinn persónulegur styrkur og hæfni í að takast á við mótlæti
 • Að þátttakendur líti framtíðina björtum augum
 • Að þátttakendur sjái hvernig oft er hægt að snúa erfiðri stöðu sér í hag

Lengd:

Lengd fyrirlestrar er ein klukkustund en námskeiðsins breytileg. Hafið endilega samband varðandi lengd á námskeiðinu.

Fyrir hverja:

Tilvalið fyrir fyrirtæki eða deildir innan fyrirtækja eða stofnana þegar haldinn er starfsdagur eða ef það þarf að brjóta aðeins upp daginn og koma með nýja og ferska vinda inn á vinnustaðinn. Auk þess, frábær fyrirlestur fyrir allt íþróttafólk.