Heimur batnandi fer

Markmið:

Að varpa ljósi á þróun okkar mannfólksins hérna á jörðinni. Hver er staðan? Í hvaða átt stefnum við? Erum við að bæta okkur og ef svo er þá á hvaða sviðum? Skiptir máli að hafa trú á veröldinni sem við búum í? Ég tel svo vera. Megin markmið þessa fyrirlesturs er að benda á það góða og jákvæða sem er allt í kringum okkur, hluti sem við tökum kannski ekki eftir dagsdaglega. Að hafa starfsfólk sem hefur trú á að þjóðfélagið sem það býr í stefni í rétta átt getur gert góðan vinnustað enn betri. Markmið fyrirlestrarins er ekki að vera nein sérstök lofræða heldur raunsætt mat á veröldinni sem við búum í.

Meðal þess sem farið verður yfir:

 • Hvaða sýn höfum við á veröldina og hvaðan kemur þessi sýn?
 • Hvernig móttökum við upplýsingar frá t.d. fjölmiðlum?
 • Hvernig tengjast „Flynn effect“ ástandinu á jörðinni?
 • Hvað mun fólki, 100 árum héðan í frá, finnast athyglisvert við okkar tíma? Hvað af því sem okkur þykir núna eðlilegt gæti því jafnvel þótt ámælisvert?
 • "Við eigum ekki að óttast það sem við vitum ekki, heldur það sem við teljum okkur vita fyrir víst en er rangt" Hvað þýðir þetta? Er allt rétt sem okkur vitrari menn segja? Við vissum einu sinni fyrir víst að jörðin væri flöt, að við (jörðin) værum miðpunktur alheimsins og að manngerðir hlutir, þyngri en loft, gætu ekki flogið
 • Bölsýnisspár: Höfum við ekki flest öll hlustað á fyrirvaralausar spár um aukna fátækt, væntanlegar hungursneyðir, farsóttir í aðsigi, göt á ósonlaginu, súrt regn sem eyðilegði skóga, vötn og höf, og Y2K-aldamótatölvuveirur en hvað af þessu hefur ræst?
 • Getur verið að það dragi úr fólksfjölgun vegna minni ungbarnadauða?
 • Hvaða sýn höfum við á veröldina og hvaðan kemur þessi sýn? Hvaða áhrif hefur „framboðshlutdrægni“ á þessa sýn okkar?
 • Erum við orðin hörmungafíklar? Ef svo er, þá hvers vegna og hvað getum við gert til að spyrna við fótum?
 • Hvaða áhrif hafa þessi þrjú stóru afrek læknavísindanna, verkjalyf, deyfing/svæfing og sýklalyf haft á líf okkar?

Helsti ávinningur af námskeiðinu:

 • Aukin trú á veröldina og þjóðfélagið sem við búum í
 • Betri innsýn í það hvert veröldin okkar er raunvörulega að þróast
 • Betri innsýn í eigin hugsanir og langanir
 • Að þátttakendur líti framtíðina björtum augum

Lengd:

Lengd námskeiðs er tvær klukkustundir með umræðum í lokin.

Fyrir hverja:

Tilvalið fyrir fyrirtæki eða deildir innan fyrirtækja eða stofnana þegar haldinn er starfsdagur. Hentar einnig vel til að brjóta aðeins upp daginn og koma með nýja og ferska vinda inn á vinnustaðinn.

Ef þið viljið bjóða upp á einhvern allt öðruvísi fyrirlestur fyrir starfsfólk ykkar þá er þetta fyrirlestur sem kemur skemmtilega á óvart og gerir fólk jafnvel orðlaust.