Hvað er að stoppa okkur í lífinu?

Markmið:

Að þátttakendur átti sig á því sem stoppar þá af í lífinu og skilji hvaða grunnþættir eru þess valdandi að þeir láta drauma sína ekki rætast. Fyrirlestrinum er ætlað að hjálpa fólki að virkja þann kraft sem býr innra með því.

Meðal þess sem farið verður yfir:

 • Hvað hindrar okkur í að gera það sem okkur langar til? Hvað erum við hönnuð til að gera?
 • Hvers vegna verðum við hrædd og reið? Hvaðan eru óttinn og reiðin upprunnin?
 • Þegar kviknar á „berjast eða flýja“ viðbrögðunum fara 1.400 mismunandi lífeðlisfræðilegar og lífefnafræðilegar breytingar af stað í líkama okkar til að gera okkur sem hæfust til að lifa af
 • Getur verið að það kvikni á þessum viðbrögðum þó við séum ekki í lífshættu, t.d. þegar við förum á fund með bankastjóranum og fundurinn gekk ekki of vel?
 • Hvaða áhrif getur það haft á líf okkar ef það kviknar á „berjast eða flýja“ viðbrögðunum oft á dag án þess að hann sé nokkuð frábrugðinn öðrum?
 • Við hvað erum við hrædd og hver er tilgangur óttans í þróunarsögunni?
 • Hvernig fer maður að því að yfirstíga ótta?
 • Hvaða ótti er meðfæddur?
 • "Það eina sem við þurfum að óttast, er óttinn sjálfur" Franklin D. Roosevelt

Ég var alltaf að velta því fyrir mér hvers vegna fuglar velja að halda kyrru fyrir á sama stað þegar þeir geta flogið hvert á land sem er, síðan spurði ég mig sömu spurningar“ Harun Yahya

Helsti ávinningur af námskeiðinu:

 • Betri innsýn í eigin hugsanir og aukinn kjarkur til að takast á við lífið
 • Aukið sjálfstraust og aukinn persónulegur styrkur
 • Skilningur á því að það eina sem í raun stoppar okkur eru okkar eigin hugsanir

Kennsluaðferðir:

 • Fyrirlestur
 • Umræður
 • Æfingar
 • Virk þátttaka
 • Myndbönd

Lengd:

Lengd fyrirlestrar er ein klukkustund en námskeiðsins breytileg. Hafið endilega samband varðandi lengd á námskeiðinu.

Fyrir hverja:

Alla þá sem vilja láta drauma sína rætast og læra um mátt hugans. Þessi fyrirlestur er tilvalinn fyrir alla sem hafa metnað og áhuga á að breyta til í lífi sínu. Þetta er t.d. tilvalinn fyrirlestur fyrir frumkvöðla, atvinnuleitendur og aðra þá sem standa á krossgötum í lífinu.