Hvernig getur lífið virkað?

Markmið:

Að þáttakendur átti sig á hvernig lífið getur orðið enn betra meðal annars með því að nýta sér lögmál aðdráttaraflsins „það sem við sendum út kemur til baka“ (law of attraction), jafnvel þó maður trúi ekki á það. Einnig er uppljóstrað hvernig við getum lært að nýta okkur helstu leikreglur lífsins okkur til framdráttar í leik og starfi.

Meðal þess sem farið verður yfir:

 • Hverjar eru leikreglurnar í því lífi sem við lifum? Eru þetta hugsanlega „reglur“ sem flestir kannast við en fæstir fara eftir?
 • Hvað er í gangi þegar þú veist hver er að hringja áður en þú lítur á símann? Hvað með það þegar þú kaupir nýjan bíl og hugsar „vonandi rispa ég hann ekki strax“ og hvað gerist fyrsta daginn á nýja bílnum?
 • Þegar við erum reið, pirruð og svartsýn og spyrjum okkur síðan „hvað annað getur núna farið úrskeiðis“ þá er svarið…?
 • Hvers vegna er alltaf svindlað á sumu fólki, af sölumönnum, símafyrirtækjum, bílaverkstæðum eða fjarskyldum ættingum? Hvers vegna er sumt fólk heppnara/óheppnara en annað?
 • Hvernig sjáum við okkur sjálf? Er t.d. til „neikvætt“ fólk?
 • Getur verið að við séum forrituð og ef svo er, hvenær og hvernig fer það fram?
 • Hvað er átt við með þrískiptingu hugans og hvernig getum við nýtt okkur þær kenningar okkur til framdráttar?
 • Hvernig á að tala við undirmeðvitundina og hvaða tungumál skilur hún?
 • Skiptir máli hvaða afstöðu við tökum til lífsins?
 • Hvernig virkar lífið í einfaldasta skilningi þess?

Helsti ávinningur af námskeiðinu:

 • Innsýn í það hvernig heimurinn virkar og hvernig við nýtum það okkur til framdráttar
 • Að læra á „reglur“ lífsins til að skapa okkur en betra líf
 • Að þátttakendur líti björtum augum á framtíðina

Lengd:

Lengd fyrirlestrar er ein klukkustund en námskeiðsins breytileg. Hafið endilega samband varðandi lengd á námskeiðinu.

Fyrir hverja:

Tilvalið fyrir fyrirtæki eða deildir innan fyrirtækja eða stofnana þegar haldinn er starfsdagur. Hentar einnig vel til að brjóta aðeins upp daginn og koma með nýja og ferska vinda inn á vinnustaðinn.