Sjálfstraust – hvað er mikilvægara?

Markmið:

Að þátttakendur átti sig á grunneiginleikum sjálfstrausts og hvaðan það kemur. Jafnframt að koma þátttakendum í skilning um hversu auðveldlega er hægt að auka sjálfstraustið með hugarfarinu einu saman.

Meðal þess sem farið verður yfir:

 • Hverjir gegna lykilhlutverki í að byggja upp sjálfstraust einstaklings?
 • Hvað ræður sjálfstrausti?
 • Hvaða einkennir helst þá sem búa yfir miklu sjálfstrausti?
 • Hvernig getum við aukið sjálfstraustið hjá okkur?
 • Hvað gera íþróttamenn til að auka sjálfstraustið?
 • Hvað þýðir það að vera með mikið sjálfstraust?
 • Skoðum „sjálfvirkar neikvæðar hugsanir“ (e. ANT (Automatic Negative Thoughts))
 • Sjálfstraust þarf að þjálfa og því er ekki nóg að lesa bara bækur en hvað þýðir það?
 • Erum við orðin alltof upptekin af því að bæta okkur? Rosalynn Carter sagði „þegar við loks samþykkjum að við erum ekki fullkomin, þá fyrst getum við byggt upp sjálfstraust okkar“.
 • Of oft er ástæða þess að við viljum bæta okkur sú, að við teljum eitthvað vera að okkur. Er það rétt nálgun?
 • Það má segja að dökka hliðin á sjálfshjálpariðnaðnum sé að hann nærist á óöryggi okkar
 • Ef ég væri bara X, gæti gert Y og liti út eins og Z þá gæti ég sko verið með sjálfstraust og samþykkt sjálfan mig

Helsti ávinningur af námskeiðinu:

 • Aukið sjálfstraust og sjálfsstjórn
 • Meira öryggi í samskiptum
 • Auðveldara verður að taka gagnrýni
 • Aukin færni í að takast á við breytingar

Lengd:

Lengd fyrirlestrar er ein klukkustund en námskeiðsins breytileg. Hafið endilega samband varðandi lengd á námskeiðinu.

Fyrir hverja:

Hentar öllum sem vilja öðlast aukið sjálfstraust og hentar t.d. sérstaklega vel íþróttafólki og þeim sem koma að þjálfun.