Að dæma og vera dæmdur

Ferðalag til hjartans. Ég var vanur að eyða miklum tíma í að dæma aðra. Ég var vanur að halda að heiminum væri skipt í rétt og eða rangt; ég taldi að ef ég dæmdi aðra hjálpaði það mér að standa klár á muninum; ég taldi það vera mitt hlutverk að dæma aðra. Núna hef ég lært nýja hluti um að dæma og um mig sjálfan. Það að dæma aðra er það sem ég geri þegar ég er hræddur, óöruggur og ónógur. Að dæma aðra er eitthvað sem ég geri þegar ég er hræddur við að elska, þegar ég get ekki meðtekið ást þar sem ég samþykki ekki sjálfan mig. Það mikilvægasta sem ég hef lært er að það er ekki mitt hlutverk að dæma aðra. Þegar ég dæmi aðra þá er ég að dæma sjálfan mig. Að dæma kemur frá höfðinu. Frelsi og ást kemur frá hjartanu. Vertu yfir það hafinn að dæma og þú verður frjáls. Lærðu að horfa á sjálfan þig með ástúð sama hver þú ert, hvar þú ert og hvar þú hefur verið. Lærðu líka að meta aðra af ástúð.

Þegar við samþykkjum aðra með frelsi og ást, þá samþykkjum við okkur sjálf í leiðinni.

Dómharka býr til hindranir. Yfirstígðu dómhörku og þú munt öðlast frelsi.

Úr bókinni ferðalag til hjartans eftir Melody Beattie