Er eitthvað rétt eða rangt?

Frá örófi alda höfum við mannfólkið, í jarðvist okkar, verið þess fullviss að það séu hlutir sem eru réttir eða rangir og við erum þess fullviss að við höfum rétt fyrir okkur hvað það varðar.

Vandamálið er bara að hugmyndir okkar um rétt og rangt breytast frá einum tíma til annars, frá einum stað til annars og frá einni menningu til annarrar. Niðurstaðan er því sú að „það sem einum einstakling eða menningarheimi finnst vera rétt finnst öðrum einstakling eða öðrum menningarheimi vera rangt“. Þetta verður síðan óþrjótandi uppspretta átaka, ofbeldis, morða og stríðsátaka og kaldhæðnin er sú að mest af því er í nafni trúar.

Það versta er síðan að við sitjum upp með þessa „réttsýni“ okkar og teljum okkur trú um að við séum að láta gott af okkur leiða. Við ímyndum okkur að við séum svo „réttsýn“ á það hvað er rétt og rangt að við erum reiðubúin að gera lítið úr öðrum, gagnrýna, ofsækja, dæma, refsa, ráðast á aðra og jafnvel að drepa aðra – allt sem við myndum segja að væri rangt ef aðrir myndu gera okkur það. Áhugaverða staðreyndin er sú að það rétta er alltaf með okkur í liði.

---

„Það er ekki til neitt sem er "rétt" eða "rangt", eingöngu það sem gefst hefur vel og það sem ekki hefur gefst vel, eftir því hvað það er sem þið leitist við að vera, gera eða hafa.“ Neale Donald Walsch

Er hryðjuverk eins manns, annars manns frelsisbarátta?