"Kennsla", nálgunin er mér allt

Ég trúi ekki að ég geti kennt einum né neinum neitt og heldur ekki leiðbeint eða ráðlagt. Ég benda á hluti, hluti sem ég trúi á og tel vera rétta núna. Það er síðan undir ykkur komið að nota, nýta eða gleyma því sem ég bendi á.

Það heiti sem á endanum er notað yfir þann einstakling sem heldur námskeið og deilir sinni þekkingu og sýn á hlutina með öðru fólki er að hluta til orðaleikur. Hins vegar, þá skiptir það máli fyrir námskeiðshaldarann og þá sem koma á námskeið til hans, hvernig hann nálgast efnið. Ef viðkomandi leiðbeinandi telur sig vera að „kenna“ sannleikann og að fólki beri að fara eftir því sem hann segir þá er hann búinn að setja sig æðra efninu. Það er ekki vænlegt til árangurs þegar þú vilt fá fólk til að líta í eigin barm og gera breytingar á lífi sínu.

Það má setja þetta fram á nokkra vegu en við skulum nota orðin kennari og leiðsögumaður til skiptis.

Kennari er aldrei sá sem segir bara sannleikann – hann er leiðsögumaður, hann bendir á sannleika sem hver og einn verður síðan að finna út hvort henti honum og/eða sé sannur! Góður kennari er í besta falli hvati fyrir nemendur sína til að þroskast áfram, í þá átt sem þeir kjósa sér!

“Kennarar opna dyr, en þú verður að stíga yfir þröskuldinn.”

Leiðsögumaður er sá sem bendir á margar mögulegar leiðir en þú verður að velja leiðina! Leiðsögumaður bendir á dyrnar en þú verður að ákveða hvaða dyr þú ætlar að opna og stíga síðan sjálfur/sjálf yfir þröskuldinn.

Nýttu það sem er gagnlegt, losaðu þig við það sem er gagnslaust og bættu því við sem er einmuna þitt.

Það besta sem nokkur leiðbeinandi getur gert er að benda á það sem hann trúir að sé „sannleikur“ á þessari stundu en með þeim fyrirvara að það geti breyst. Fólk getur treyst því að það sem Ásgeir segir kemur frá hjartanu, það sem hann telur vera rétt á þessari stundu. Þó er það svo að það er sjaldast bara ein hlið á málum og því skoðum við líka sjónarmið þeirra sem eru á öndverðum meiði við meirihluta fólks, hvort sem það eru vísindamenn eða almenningur.

Ég get ekki kennt einum né neinum neitt. Ef ég get fengið hann til að hugsa, þá er markmiðinu náð.