Leitin að "sannleikanum"!

Það er ekki neinn einn sannleikur, sannleikur þinn er einungis til í þínum kolli, hann er þinn sannleikur, hann er ekki sannleikur neins annars, bara þinn.

Að það sé alltaf hægt að finna sannleikann eða sanna hluti vísindalega er endastöð sem ber að forðast. Það er ekki til neinn einn sannleikur í einu né neinu, að telja að hann sé til er sóun á orku og gerir okkur þröngsýn og óviljug að skoða nýja hluti, við verðum einstrengingsleg. Þetta segir okkur hins vegar ekki að það sé ekki mikilvægt að leita sannleikans. Það er mikilvægt að skoða hlutina vel og sjá eins mikla heildarmynd og möguleiki er. Þá er að halda áfram og leita sér „nýs sannleika“ en þráast ekki við út í óendaleikann. Leitin er ferðalag og hennar er mikilvægt að njóta, það að ná toppnum er ekki endilega það mikilvægasta, heldur að njóta ferðarinnar að honum. Líkt er með leitina að sannleikanum, leitin sjálf skiptir máli, ekki það hvort þú finnir sannleikann, enda er ekki neinn einn sannleikur til.