Öll erum við einstök

Fátt er öruggt, nema þá helst það að við erum öll einstök, engir tveir einstaklingar eru eins. Við höfum öll mismunandi drauma, þrár, áhugamál og ástríðu fyrir lífinu. Ekkert er rétthærra en annað. Því virka svokallaðar ríkisreglur sem eiga að gilda fyrir alla frekar illa. Þetta á við hvort sem verið er að tala um næringu eða hugarfar.

Helst má líkja þessu við að allir fái sama prófið eða verkefnið í skóla. Hvað gæti verið sanngjarnara en það? Ef við myndum segja við fisk, apa, fíl og fugl að prófið þeirra væri fólgið í því að klifra upp í nærliggjandi tré þá væri það sanngjarnt, er það ekki? Öll dýrin fá sama prófið. En auðvitað vitum við að próf dýranna er ósanngjarnt. Hvernig fer þetta t.d. með sjálfstraustið hjá fiskinum?

Ég sé þetta eins hjá okkur mannfólkinu. Við erum öll með okkar einstöku hæfileika og því geta aldrei neinar ríkisreglur virkað yfir línuna.

„Ég trú því að allir geti og hafi þann styrk sem til þarf til að láta drauma sína rætast, það eina sem þarf að gera er að spyrja réttu spurninganna. Spurningarnar framkalla þær tilfinningar sem koma okkur af stað til að lifa lífinu sem okkur hefur dreymt um að lifa.“

„Ef þú ert á ferð út í sveit og þú rekst á hest meðfram veginum og þú veistu ekkert hver á hestinn eða hvar hann á heim. Þá er best að reyna ekki að stýra honum, heldur bara gera „hoho“ og hann mun rata heim til sín. Hann gæti stoppað á leiðinni til að drekka eða bíta gras. Þá verður þú að gefa honum tíma til þess og stugga svo við honum aftur. Hann mun finna sitt „heimili“, hann þarf bara smá tíma til þess. Ef þú ætlar að stjórna ferðinni endar þú líkast til með hestinn heima hjá þér!“ Þessi stutta samlíking á einstaklega vel við námskeiðshald. Ef maður ætlar að stýra fólki í ákveðna átt þá streitist það á móti en ef það fær frið til að velta hlutunum fyrir sér þá kemst það á sinn stað í lífinu.

„Andstæðingur þinn er á endanum aldrei keppandinn hinu megin við netið, sundmaðurinn á næstu braut, liðið á hinum hluta vallarins og ekki einu sinni hástökkssláin sem þú þarft komast yfir. Andstæðingurinn ert þú sjálfur, þínar neikvæðu innri raddir og þinn eigin viljastyrkur.“ Grace Lichtenstein