Markþjálfun

Hvað er markþjálfun?

Markþjálfun er trúnaðarsamvinna markþjálfa og þín þar sem áherslan er á að þú eigir auðveldara með að gera þér grein fyrir því sem þú vilt.

Markþjálfun er leið til að laða fram það besta í fólki. Henni er hægt að beita á ýmsa vegu bæði tengt vinnu og einkalífi. „Executive coaching“ hefur verið nefnd stjórnendaþjálfun eða stjórnendaráðgjöf á íslensku og miðar sérstaklega að því að bæta árangur stjórnenda. Í „life coaching“ eða lífþjálfun er fremur unnið með viðfangsefni tengd einkalífinu.

„Ég trú því að allir geti og hafi þann styrk sem til þarf til að láta drauma sína rætast, það eina sem þarf að gera er að spyrja réttu spurninganna. Spurningarnar framkalla þær tilfinningar sem koma okkur af stað til að lifa lífinu sem okkur hefur dreymt um að lifa.“

HVAÐ MARKÞJÁLFUN ER OG ER EKKI

  • Það er faglegt samband byggt á trausti og trúnaði.
  • Hjálpar þér að ná framúrskarandi árangri í þínu lífi, hvort sem um er að ræða í einkalífi eða starfsframa.
  • Í vinnuferlinu sem við förum í gegnum í markþjálfun muntu dýpka þekkingu þína, bæta frammistöðu þína og auka lífsgæðin.
  • Ekki bein afskipti eða að reyna að sveigja aðra að dagskrá markþjálfans.
  • Ekki að hafa öll svörin og lausnirnar við vandamálum annara.
  • Ekki að dæma annað fólk.
  • Ekki ráðgjöf eða meðferð.

Hvers vegna markþjálfun?

Að fara í markþjálfun er að “fjárfesta í sjálfum sér”

Í grunninn, ef svarið hjá þér við spurningunni, „viltu gera breytingar í þínu lífi“ er já, þá er markþjálfun það öflugasta sem völ er á til að ná tökum á því sem þig langar til að breyta og framkvæma í þínu lífi.

Hérna eru svo nokkrar spurningar til viðbótar sem gott er að renna yfir. Ef þú svara nei við einhverri af þessum spurningum, þá er markþjálfun fyrir þig.

  1. Nota ég tíma minn og orku í að gera það sem ég vill vera að gera?
  2. Hef ég allt sem mig langar í og vantar?
  3. Gefur vinnan mín mér tilgang?
  4. Er ég sannarlega hamingjusamur flesta daga?
  5. Starfa ég og bý í uppbyggilegu umhverfi?
  6. Hef ég skýra sýn á hver eru í raun mín grunn áhugamál, hæfileikar og gildi?
  7. Þegar ég hugsa um framtíðina mína, færist þá ró og friður yfir mig?
  8. Kemur fólk fram við mig líkt og ég á skilið?
  9. Veit ég hvað gefur lífi mínu tilgang?
  10. Er ég vissum að það sem ég er að þræla fyrir í dag muni gera mig hamingjusaman?
  11. Er ég ánægður með stefnuna sem vinnuframi minn tekur?
  12. Er ég þakklátur fyrir allt sem ég hef nú þegar?
  13. Er hugur minn frjáls frá áhyggjum, kvíða, eftirsjá og sektarkennd?
  14. Ef líf mitt endaði á morgun, væri ég sáttur við hver ég var, hvernig ég eyddi lífinu mínu, samböndin í lífinu mínu og því sem ég kom í verk?

Þú átt bara eitt líf – Lifðu því.

Markþjálfun fyrir stjórnendur

  • Krafa um að ná stórum áfanga á skömmum tíma.
  • Mótbyr eða áföll, sem krefjast stefnubreytinga innan fyrirtækisins.
  • Samskiptastíll stjórnanda hamlar árangri í starfi.
  • Einstaklingurinn hefur náð mjög langt, en árangurinn hefur truflandi áhrif.
  • Stjórnandi þekkir ekki nægilega vel eigin styrk og hvernig beita má honum til meiri árangurs.
  • Misvægi milli vinnulífs og einkalífs sem veldur streitu.
  • Stjórnandi hefur þörf fyrir að geta skipulagt líf sitt betur út frá eigin forsendum.

Markþjálfun fyrir einstaklinga

  • Til að öðlast skýrleika á líf sitt.
  • Hjálpar fólki að ganga í gegnum umbreytingarferli.
  • Fólk sem vill taka alvarlega sín markmið og sýn á lífið.
  • Öruggan stað til að koma stjórn á hugsanir sínar og að hugsa upphátt.
  • Tími til að áætla og skipuleggja framtíðina.

Markþjálfun gefur fólki tækifæri á að skoða sjálft sig, störf sín og hegðun í fullum trúnaði með annarri manneskju sem til þess hefur hlotið sérstaka þjálfun. Það er þroskandi, lærdómsríkt og skemmtilegt. Markþjálfun hjálpar einstaklingi að ná betri árangri í starfi, bæta samskipti hvort sem er í vinnu eða einkalífi, ná markmiðum og auka lífshamingju.

Markþjálfun hjá Takmarkalausu lífi

Ég hef rekið ráðgjafafyrirtækið Takmarkalaust líf ehf. núna undanfarin 10 ár og á þeim tíma hefur fyrirtækið haslað sér völl í ráðgjöf, námskeiðahaldi og fyrirlestraröðum fyrir fyrirtæki og opinbera aðila. Ég hef lokið MBA námi með áherslu á mannauðsstjórnun, iðnrekstrarfræði af rekstrarsviði, B.Sc. gráðu í vörustjórnun (logistics) frá Háskólanum í Reykjavík auk skipstjórnarnáms. Síðan tók ég líka NLP Practitioner gráðu frá BrUen og er alþjóðlega vottaður sem markþjálfi (Coach) frá Háskólanum í Reykjavík (CEG Core Essentials Graduate)

Ég starfaði hjá Ölgerðinni Agli Skallagrímssyni í 12 ár og sinnti þar ýmsum störfum. Má þar nefna starf yfirmanns dreifingar, framkvæmdastjóra vörustjórnunar og framkvæmdastjóra tæknisviðs.

Ég hef látið drauma mína rætast á mörgum sviðum og náð mörgum af mínum markmiðum. Ég hef klifið fimm fjöll af þeim sjö sem teljast hæstu fjöll hverrar heimsálfu og var fyrstur Íslendinga til að klífa hið alræmda fjall Carstensz Pyramid (4.884m) í Papúa Nýju-Gíneu, en það er hæsta fjall Eyjaálfu. Auk þessa hef ég klifið Mt. Elbrus (5.642m) í Rússlandi, hæsta fjall Evrópu, Mt. Kilimanjaro (5.895m), hæsta fjall Afríku, Aconcagua (6.962m), hæsta fjall Suður-Ameríku, Denali, (6.190m) hæsta fjall Norður-Ameríku og Mt. Blanc (4.809m), sem er hæsta fjall Vestur-Evrópu.

Ég hef líka farið í leiðangra á önnur fjöll eins og Alpamayo (5.947m) í Perú, Matterhorn (4.478m) á landamærum Sviss og Ítalíu og Broad Peak (8.051m) í Pakistan ásamt fjölmörgum öðrum útivistarverkefnum líkt og að þvera Vatnajökul á gönguskíðum.

Sjá nánar um mig og Takmarkalaust líf

Hvernig ég markþjálfa

Þar sem hver markþjálfi hefur sína sérstöku nálgun við þjálfun viðmælenda sinna þá taldi ég að þú hefðir hag af því að vita hvernig ég þjálfa, hvers ég ætlast til af þér og hvers þú getur vænst af mér.

Þú hafir alla þá hæfileika og þekkingu sem til þarf, svo að þú getir lifað því lífi sem þú átt rétt á að lifa, (e. claim your life). Ég trú að þú getir látið alla þína drauma rætast og ég er eingöngu til staðar fyrir þig, ég spyr þig spurninga, ég ögra þér til að takast á við hluti sem þú hefur ekki gert hingað til.

Ef þú ræður mig þá ertu líklegast tilbúin/n til að skoða líf þitt og gera þær breytingar á því sem þú telur að þurfi til að lifa því lífi sem þú vilt lifa. Ef þú ert ekki að gera þitt besta mun ég biðja þig um það. Ef þú getur það ekki á þeim tímapunkti mun ég sýna því skilning og styðja þig og hjálpa inn á þá braut sem þú kýst.

Til að þú fáir sem mest út úr markþjálfuninni okkar er mjög mikilvægt að þú deilir með mér öllum þínum vandamálum. Hvað er það sem heldur fyrir þér vöku, hvað hefur verið að brjótast um í kollinum á þér í langan tíma? Ég vil heyra það allt. Ég er til staðar fyrir þig án þess þó að þú verðir háð(ur) mér.

Annað slagið mun ég biðja þig um að gera ákveðna hluti. Þú getur sagt já, nei eða boðið aðra lausn. Að lokum er valið alltaf þitt. Markþjálfun er fyrir þig.

Ég nota líka töluvert af verkefnum í vinnunni okkar og munu þau koma inn eftir því hvernig markþjálfunin þróast og hversu lengi við vinnum saman. Ef þér finnst þú fá of mikið af verkefnum frá mér, láttu mig vita. Ef þú hinsvegar vilt fá meira af verkefnum, láttu mig þá endilega vita af því líka. Það er af nógu að taka.

Ég blanda ekki saman markþjálfun og ráðgjöf. Ef þú hinsvegar hefur áhuga á að fá ráðgjöf í ákveðnum málum getum við skoðað það í sameiningu og þá tökum við sér tíma fyrir það.

Maðurinn er í eðli sínu sjálfstæður og vill sjálfur taka ákvarðanir um þá stefnu sem hann tekur í lífi sínu og byggja þær ákvarðanir á sínum eigin forsendum. Því er það vænlegast og oft á tíðum eina leiðin fyrir fólk til að lifa því lífi sem það kýs að veita því ekki ráðgjöf eða ráðleggingar. Því er það svo að þú ert það mikilvægasta í okkar samstafi og með það að leiðarljósi veiti ég ekki ráðgjöf nema sérstaklega séð um það beðið. Ég er til staðar fyrir þig.

„Segðu mér og ég gleymi; sýndu mér og ég jafnvel man það; hafðu mig með í ráðum og þá mun ég skilja það og ávallt muna!“ kínversk speki.

Spurningar og svör

Stjórnendur í fyrirtækjum og stofnunum, atvinnuleitendur, fólk á frambraut, sem vill ná lengra, fólk sem vill breyta um starfsvettvang, frumkvöðlar, fólk sem er að klára nám og er að velta framtíðinni fyrir sér, allir sem standa á tímamótum og eru að velta fyrir sér næstu skrefum, íþróttafólk sem vill ná auknum árangri, fólk sem vill breyta um lífsstíl og/eða fólk sem vil fá meira út úr því lífi sem það lifir nú þegar.

  • Markmiðasetning.
  • Framtíðarsýn.
  • Koma á jafnvægi milli vinnu og einkalífs.
  • Að ná lífinu í jafnvægi.
  • Að ná undirtökunum í erfiðum aðstæðum.
  • Að ná fram hámarks árangri í því sem þú tekur þér fyrir hendur.
  • Ná tökum á vandamálum í vinnu og í einkalífinu.
  • Að taka lykilákvarðanir á erfiðum tímum.
  • Forgangsröðun á aðgerðir og verkefni.

Hvernig virkar markþjálfun fyrir þig?

Þetta byrjar allt með fyrsta fundinum okkar og fer hann aðalega í að ég fæ að fræðast um þig og þitt líf. Ég vil heyra af markmiðum þínum, þörfum og vandamálum.

  • Þú velur markmiðin og stefnuna sem þú vilt taka.
  • Hún gefur þér svigrúm til að uppgötva sjálfur þín styrkleika og leggja síðan áherslu á þá.
  • Býr til skýrleika og skorar á fyrirfram gefin sjónamið.
  • Hvetur þig til að hefjast handa, framkvæma og sjá nýja möguleika í stöðunni.
  • Skoðar hvað það er í raun sem heldur aftur af þér.
  • Markþjálfun er vinnuferli.
  • Hver tími tekur 45 til 50 mínútur.
  • Samstarf í 3 – 6 mánuði.
  • 2 – 4 skipti í mánuði.

Þú ert við stjórnina, þetta er þitt ferðalag.