HVERNIG ÉG MARKÞJÁLFA

Þar sem hver markþjálfi hefur sína sérstöku nálgun við þjálfun viðmælenda sinna þá taldi ég að þú hefðir hag af því að vita hvernig ég þjálfa, hvers ég ætlast til af þér og hvers þú getur vænst af mér.

Ég trúi að…

Þú hafir alla þá hæfileika og þekkingu sem til þarf, svo að þú getir lifað því lífi sem þú átt rétt á að lifa, (claim your life). Ég trú að þú getir látið alla þína drauma rætast og ég er eingöngu til staðar fyrir þig, ég spyr þig spurninga, ég ögra þér til að takast á við hluti sem þú hefur ekki gert hingað til.

Ég býst við því besta:

Ef þú ræður mig þá ertu líklegast tilbúin/n til að skoða líf þitt og gera þær breytingar á því sem þú telur að þurfi til að lifa því lífi sem þú vilt lifa. Ef þú ert ekki að gera þitt besta mun ég biðja þig um það. Ef þú getur það ekki á þeim tímapunkti mun ég sýna því skilning og styðja þig og hjálpa inn á þá braut sem þú kýst.

Til að þú fáir sem mest út úr markþjálfuninni okkar er mjög mikilvægt að þú deilir með mér öllum þínum vandamálum. Hvað er það sem heldur fyrir þér vöku, hvað hefur verið að brjótast um í kollinum á þér í langan tíma? Ég vil heyra það allt. Ég er til staðar fyrir þig án þess þó að þú verðir háð(ur) mér

Ég mun biðja þig um ákveðna hluti:

Annað slagið mun ég biðja þig um að gera ákveðna hluti. Þú getur sagt já, nei eða boðið aðra lausn. Að lokum er valið alltaf þitt. Markþjálfun er fyrir þig.

Ég nota líka töluvert af verkefnum í vinnunni okkar og munu þau koma inn eftir því hvernig markþjálfunin þróast og hversu lengi við vinnum saman. Ef þér finnst þú fá of mikið af verkefnum frá mér, láttu mig vita. Ef þú hinsvegar vilt fá meira af verkefnum, láttu mig þá endilega vita af því líka. Það er af nógu að taka.

Ég veiti ekki ráðgjöf:

Ég blanda ekki saman markþjálfun og ráðgjöf. Ef þú hinsvegar hefur áhuga á að fá ráðgjöf í ákveðnum málum getum við skoðað það í sameiningu og þá tökum við sér tíma fyrir það.

Maðurinn er í eðli sínu sjálfstæður og vill sjálfur taka ákvarðanir um þá stefnu sem hann tekur í lífi sínu og byggja þær ákvarðanir á sínum eigin forsendum. Því er það vænlegast og oft á tíðum eina leiðin fyrir fólk til að lifa því lífi sem það kýs að veita því ekki ráðgjöf eða ráðleggingar. Því er það svo að þú ert það mikilvægasta í okkar samstafi og með það að leiðarljósi veiti ég ekki ráðgjöf nema sérstaklega séð um það beðið. Ég er til staðar fyrir þig.

“Tell me and I'll forget; show me and I may remember; involve me and I'll understand and remember forever” Kínversk speki