HVERS VEGNA MARKÞJÁLFUN?


Að fara í markþjálfun er að “fjárfesta í sjálfum sér”

Í grunninn, ef svarið hjá þér við spurningunni, „viltu gera breytingar í þínu lífi“ er já, þá er markþjálfun það öflugasta sem völ er á til að ná tökum á því sem þig langar til að breyta og framkvæma í þínu lífi.

Hérna eru svo nokkrar spurningar til viðbótar sem gott er að renna yfir. Ef þú svara nei við einhverri af þessum spurningum, þá er markþjálfun fyrir þig.


1. Nota ég tíma minn og orku í að gera það sem ég vill vera að gera?
2. Hef ég allt sem mig langar í og vantar?
3. Gefur vinnan mín mér tilgang?
4. Er ég sannarlega hamingjusamur flesta daga?
5. Starfa ég og bý í uppbyggilegu umhverfi?
6. Hef ég skýra sýn á hver eru í raun mín grunn áhugamál, hæfileikar og gildi?
7. Þegar ég hugsa um framtíðina mína, færist þá ró og friður yfir mig?
8. Kemur fólk fram við mig líkt og ég á skilið?
9. Veit ég hvað gefur lífi mínu tilgang?
10. Er ég vissum að það sem ég er að þræla fyrir í dag muni gera mig hamingjusaman?
11. Er ég ánægður með stefnuna sem vinnuframi minn tekur?
12. Er ég þakklátur fyrir allt sem ég hef nú þegar?
13. Er hugur minn frjáls frá áhyggjum, kvíða, eftirsjá og sektarkennd?
14. Ef líf mitt endaði á morgun, væri ég sáttur við hver ég var, hvernig ég eyddi lífinu mínu, samböndin í lífinu mínu og því sem ég kom í verk?

Þú átt bara eitt líf – Lifðu því.